Fjarstörf og fjarvinnsla í ríkisrekstri

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 18:23:35 (7288)

1998-06-02 18:23:35# 122. lþ. 141.15 fundur 403. mál: #A fjarstörf og fjarvinnsla í ríkisrekstri# þál., Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[18:23]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá allshn. um till. til þál. um fjarstörf og fjarvinnslu í ríkisrekstri.

Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust.

Í tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að auka fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli með því að innleiða fjarvinnslu og fjarstörf í ríkisrekstri. Allsherjarnefnd tekur undir efni tillögunnar, en nú þegar er unnið að því að nýta nútímatækni á þennan hátt við vinnslu verkefna á vegum ríkisins.

Í ljósi þessa leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Allir nefndarmenn í allshn. skrifa undir álitið.