Hámarkstími til að svara erindum

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 18:24:34 (7289)

1998-06-02 18:24:34# 122. lþ. 141.16 fundur 405. mál: #A hámarkstími til að svara erindum# þál., Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[18:24]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. um till. til þál. um hámarkstíma Stjórnarráðs Íslands og ríkisstofnana til að svara erindum.

Nefndin hefur fjallað um málið og studdist hún við umsagnir frá 121. löggjafarþingi frá Neytendasamtökunum og Samtökum iðnaðarins.

Í tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að setja starfsreglur um hámarkslengd þess tíma sem ráðuneyti og ríkisstofnanir mega hafa til að svara erindum sem berast. Nú þegar er að finna reglur í 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um málshraða, þar sem fram kemur að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er.

Leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Allir nefndarmenn í allshn. undirrita álitið.