Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:34:46 (7335)

1998-06-02 23:34:46# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:34]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Samkvæmt upplýsingum sem fram hafa komið og ráðuneytið hefur byggt á ætla menn að 150 einstaklingar verði fyrir skerðingu af þessum sökum. Nú er ráðherra að upplýsa okkur um að breyting á þessu fyrirkomulagi mundi kosta 360 til 400 millj. kr. og þætti mér vænt um að fá skýringar ráðherrans á þessum tölum.