Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:58:56 (7347)

1998-06-02 23:58:56# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:58]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem kom fram síðast hjá hv. þm. er algjör oftúlkun á því sem umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu. Og yfir það hafa fleiri lögfræðingar farið. Það sem hv. þm. er að tala um varðandi þær 27 síður sem komu frá umboðsmanni, þá er það ekki rétt að þetta eigi sér ekki stoð í lögum og það er rangt hjá þingmanninum að koma margsinnis upp og fullyrða slíkt því að það geta allir lesið í áliti umboðsmanns.