Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 11:08:10 (7358)

1998-06-03 11:08:10# 122. lþ. 142.5 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[11:08]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta var með ólíkindum. Meðalskattar einstaklinga eru um 20% af heildartekjum. Stór hluti af launþegum greiðir enga skatta. Tveir þriðju launþega greiða minna til ríkisins en þeir fá út úr ríkissjóði þannig að það er ekki nema einn þriðji launþega sem greiðir yfirleitt skatt. Meðalskattbyrðin er um 20%, töluvert miklu lægri en hjá fyrirtækjunum.

Hv. þm. hefur ekki enn svarað spurningunni hvort hann telji að hagnaður íslenskra fyrirtækja sé of mikill í alþjóðlegum samanburði.