Tollalög

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 13:30:12 (7375)

1998-06-03 13:30:12# 122. lþ. 142.6 fundur 619. mál: #A tollalög# (vörur á sviði upplýsingatækni o.fl.) frv. 81/1998, Frsm. EOK
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[13:30]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Í frumvarpinu er lagt til að lögfestur verði sem viðauki við tollalög listi sem tilgreinir tilteknar vörur á sviði upplýsingatækni sem tollur falli niður af og óheimilt verði að leggja tolla á. Þá eru meðal annars lagðar til breytingar sem kveða á um solidariska ábyrgð flutningsmiðlana og farmflytjenda á greiðslu aðflutningsgjalda ásamt innflytjendum, breytingar sem snerta geymsluskyldu gagna og breytingar á ákvæðum um skipun tollvarða.

Einnig er lítil brtt. um breytingu á 18. gr. um að tollskrárnúmerið 8507.8010 í viðauka I breytist.

Þetta er tækniatriði, um er að ræða að fella niður tolla af svokölluðum umhverfisvænum rafhlöðum en það er rétt að taka það fram að rafhlöður eru ekki með tolli.