Skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 13:32:23 (7376)

1998-06-03 13:32:23# 122. lþ. 142.7 fundur 620. mál: #A skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup# frv. 85/1998, Frsm. EOK
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[13:32]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

Nefndin ræddi sérstaklega þau ákvæði frumvarpsins sem lúta að skipan kærumála. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvæði í núgildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda og lögum um opinber innkaup skuli standa óbreytt að sinni, en nauðsynlegt er að skoða þau mál nánar. Hins vegar telur nefndin brýnt að ná fram ýmsum öðrum breytingum á lögunum þannig að þau samræmist betur skuldbindingum þeim sem Ísland tók á sig á sviði opinberra innkaupa með EES-samningnum.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með nokkrum breytingum sem koma fram í nál.

Einnig er brtt. frá Vilhjálmi Egilssyni sem er um seinkun á gildistöku þessara laga að í stað orðanna ,,gildi 1. júní 1998`` komi: þegar gildi.