Gjöld af bifreiðum

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 09:53:35 (7411)

1998-06-04 09:53:35# 122. lþ. 144.21 fundur 715. mál: #A gjöld af bifreiðum# frv. 83/1998, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[09:53]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Nú brást hv. þm. því trausti sem honum tókst að byggja upp með fyrri ræðu sinni. Hann missti sig sem sagt út í skæting um mál sem menn eru að reyna að ræða málefnalega. Ég hef lagt rök mín mjög málefnalega fyrir og greint alveg frá því að umhyggja hv. þm. fyrir hæstv. fjmrh. og ríkissjóði vegur minna í augum mínum en umhverfissjónarmiðið.

En ég ætla svo sem ekki að láta hv. þm. tosa mig niður á þetta plan. Skoðun mín í málinu liggur fyrir. Ég er nákvæmlega sammála hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni. En mig langar að spyrja herra forseta að eftirfarandi:

Það liggur fyrir að nefndin flytur þetta mál en það er ágreiningur í nefndinni. Er þá ekki alveg ljóst að málið þarf að fara aftur til nefndar áður en það getur gengið til seinni umræðu?