Gjöld af bifreiðum

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 10:38:05 (7424)

1998-06-04 10:38:05# 122. lþ. 144.21 fundur 715. mál: #A gjöld af bifreiðum# frv. 83/1998, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[10:38]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Vel getur verið að í huga hæstv. samgrh. sé flakk flutningabifreiða á milli landa að verða að stórfelldu vandamáli hér á landi. Ég veit satt að segja ekki í hvaða veröld þessi hæstv. ráðherra lifir.

Hæstv. ráðherra talaði um að menn hefðu misst traust vegna þess að þeir störfuðu á ákveðnu dagblaði. (Samgrh.: Ég sagði að Dagblaðið hefði misst traust.) Já. Hæstv. ráðherra gat þess að hann saknaði þess að sá ritstjóri og þingmaður sem hérna stendur skuli ekki um nokkurt skeið hafa skrifað ritstjórnargreinar um símamálin. Það er svo sem eftir öðru varðandi minni þessa hæstv. ráðherra. Hann getur farið í alla leiðara þess dagblaðs sem hann nefndi áðan og hann mun ekki finna einn einasta leiðara sem þessi þingmaður hefur skrifað um símamálin en auðvitað er kominn tími til þess að það gerist sem fyrst.