Heimsókn finnska forsætisráðherrans

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 10:43:58 (7426)

1998-06-04 10:43:58# 122. lþ. 144.92 fundur 446#B heimsókn finnska forsætisráðherrans#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[10:43]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill vekja athygli hv. alþm. á því að forsætisráðherra Finnlands, Paavo Lipponen, er staddur á þingpöllum ásamt fylgdarliði. Forsætisráðherra Finnlands er í heimsókn í Alþingishúsinu í tengslum við opinbera heimsókn hingað til lands í boði forsrh. Davíðs Oddssonar.

Forseti vill fyrir hönd Alþingis bjóða forsætisráðherra Finnlands, Paavo Lipponen, velkominn í Alþingishúsið og væntir þess að heimsókn hans til Íslands verði til þess að styrkja enn frekar þau góðu tengsl sem eru milli landa okkar. Alþingi vottar forsætisráðherra Finnlands og finnsku þjóðinni vináttu og virðingu. Ég vil biðja hv. þm. um að staðfesta það með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]