Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:58:46 (7476)

1998-06-04 14:58:46# 122. lþ. 144.12 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:58]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lögð til mikil breyting á nýsettum lögum um fjármagnstekjur, þ.e. að 7% arður fyrirtækja verði ekki til frádráttar af tekjum fyrirtækjanna eins og verið hefur. Þar með er lögð af sú stefna að lánsfé til fyrirtækja sé jafnsett áhættufé. Þetta mun koma illa niður á nýjum fyrirtækjum og litlum og fyrirtækjum sem ekki hafa mikinn hagnað, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Sú breyting sem hér er lögð til, þ.e. að lækka skattprósentu á fyrirtækin, mun koma stórum fyrirtækjum með mjög hátt gengi til góða en illa við ný fyrirtæki og nýsköpun. Ég segi nei.