Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 15:09:42 (7482)

1998-06-04 15:09:42# 122. lþ. 144.12 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[15:09]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á málflutningi hv. þm. vegna þess að flm. þessarar tillögu, þar sem lagt er til að skattar á fyrirtæki verði lækkaðir úr 33% í 28%, rökstyðja hana þannig að með því móti muni tekjur ríkissjóðs af skattheimtu fyrirtækja aukast. Aðferðin til þess að auka tekjur ríkissjóðs af sköttum er sem sagt að lækka skatta.

Ég vek líka athygli á því að hv. 1. flm. tillögunnar telur að þetta sé ekki nægilega stórt skref heldur eigi að fara niður í 25%. Ég hvet þessa hv. þm., virðulegi forseti, til þess að sýna sama skilning á málefnum einstaklinga. Á það skortir.