Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 15:14:35 (7485)

1998-06-04 15:14:35# 122. lþ. 144.12 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[15:14]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Við búum við gjafmilda ríkisstjórn. Fyrir aðeins tveimur sólarhringum færði hún nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi gjöf sem þeir sjálfir meta á 25 þús. millj. kr. eða rúm 90 þús. kr. á hvert einasta mannsbarn. Samherji fékk 1 milljarð, 225 jeppa af dýrustu gerð.

Nú kemur hæstv. ríkisstjórn og færir fyrirtækjunum aðra gjöf, 3% lækkun tekjuskatta. Það er því auðséð, virðulegi forseti, hvar samúðin liggur hjá ríkisstjórn Framsfl. og Sjálfstfl., hverjum hún metur að sérstaklega þurfi að gefa í þessu góðæri.