Áfengis- og vímuvarnaráð

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 18:13:09 (7501)

1998-06-04 18:13:09# 122. lþ. 145.20 fundur 479. mál: #A áfengis- og vímuvarnaráð# frv. 76/1998, Frsm. meiri hluta SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur, 122. lþ.

[18:13]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um áfengis- og vímuvarnaráð frá meiri hluta heilbr.- og trn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund ágæta gesti til að ræða málið. Einnig bárust nefndinni margar gagnlegar umsagnir.

Með frumvarpinu er lagt til að stofnað verði sérstakt áfengis- og vímuvarnaráð í þeim tilgangi að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna, og sporna við afleiðingum af neyslu áfengis og annarra vímuefna

Meiri hluti nefndarinnar tekur undir markmið frumvarpsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þm. Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.