Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:17:45 (7591)

1998-06-05 12:17:45# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:17]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Öll rök hníga að því að nauðsynlegt sé að fram fari rannsókn í svonefndu Lindarmáli. Um það er ekki ágreiningur. Ágreiningurinn snýst um það hver eigi að framkvæma þá rannsókn. Eiga það að vera hlutlausir, fordómalausir aðilar, þeir aðilar sem Alþingi hefur veitt það hlutverk, ríkissaksóknari, Ríkisendurskoðun og fleiri slíkir, eða eiga það að vera pólitískir aðilar sem með umræðunni hér hafa staðfest að þeir hafi þegar kveðið upp dóminn og vilja blanda þessu í pólitískan hráskinnaleik?

Ég er mótfallinn því að hrifsa málið úr höndum hlutlausra aðila. Ég mun ekki styðja þá tillögu stjórnarandstæðinganna og segi því já við frávísunartillögunni.