Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:33:43 (7606)

1998-06-05 12:33:43# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:33]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Að mínu mati er þessi till. til þál. fyrst og fremst tilraun til að halda áfram því pólitíska moldviðri sem hefur verið þyrlað upp á undanförnum dögum. Sem betur fer hefur orðið sú þróun á íslenskum fjármagnsmarkaði að fyrirtækin þar hafa orðið sterkari, sjálfstæðari og óháðari hinu pólitíska valdi. Þess vegna hafa menn nokkurn veginn getað haldið áfram störfum sínum í friði þrátt fyrir það umtal og þá umræðu sem hefur verið haldið gangandi. Ég tel að rétt sé að gefa stjórnarandstöðunni tækifæri til þess að byggja upp traust á sjálfri sér og þess vegna segi ég já við þessari frávísunartillögu.