Eftirlit með fjármálastarfsemi

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 15:40:12 (7635)

1998-06-05 15:40:12# 122. lþ. 146.9 fundur 560. mál: #A eftirlit með fjármálastarfsemi# frv. 87/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[15:40]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Fyrri tölul. brtt. lýtur að því að skýra betur og gera sjálfstæðari stöðu Fjármálaeftirlitsins og að það starfi í skjóli viðskrn. en heyri ekki beint undir viðskrh. eins og frv. gerir ráð fyrir. Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að reyna að búa þannig um stöðu þessarar mikilvægu fjármálastofnunar eða eftirlitsstofnunar á fjármálasviðinu að það sé ekki jafnaugljóst og það verður ella að stofnunin á að hafa eftirlit með viðskrh. þannig að viðskrh. er þarna að skipa stjórn fyrir stofnun sem á að hafa eftirlit með honum sjálfum.