Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

Fimmtudaginn 02. október 1997, kl. 14:03:50 (10)

1997-10-02 14:03:50# 122. lþ. 1.1 fundur 6#B kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur

[14:03]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þingskapa skal fara fram kosning sex varaforseta. Það er tillaga forseta að að þessu sinni verði einungis kosnir fjórir varaforsetar svo sem verið hefur á þessu kjörtímabili. Afbrigði frá þingsköpum um að kosning 5. og 6. varaforseta fari ekki fram að svo stöddu þarf því að viðhafa. Er óskað atkvæðagreiðslu? (Gripið fram í: Já.)