Félagsleg aðstoð

Mánudaginn 06. október 1997, kl. 17:20:59 (84)

1997-10-06 17:20:59# 122. lþ. 3.8 fundur 23. mál: #A félagsleg aðstoð# (umönnunargreiðslur) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[17:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hv. formaður heilbr.- og trn. kallar það að draga að landi að vinna með ráðuneytinu má hann orða það nákvæmlega eins og honum sýnist. Það er algert aukaatriði í málinu. Ég held að við séum að róa á sömu braut. Við erum að bæta ... (ÖS: Sömu mið.) Ja, það er ekkert endilega mið því að hv. þm. hefur kannski ekki leyfi til að róa á mið. (ÖS: Og gerir það.) En það er eins og annað aukaatriði í málinu. Aðalatriðið er að ég tel málið að mörgu leyti mjög hrátt. Það er ekkert kostnaðarmat á þingmálinu og það er eftir að fara nákvæmlega í gegnum hvað frv. þýðir og það er að sjálfsögðu vinna sem fer fram í heilbr.- og trn. Hv. formaður mun eflaust kalla það þegar hann er búinn að vinna það mál að hann sé að draga að landi hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur ef hann heldur áfram uppteknum hætti.