Fjárlög 1998

Þriðjudaginn 07. október 1997, kl. 20:14:22 (139)

1997-10-07 20:14:22# 122. lþ. 4.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[20:14]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Málið verður stöðugt dularfyllra. Hvaða þættir eru það varðandi námsefnisgerð sem voru svo umdeildir að þeir stóðu útgáfu námsefnis fyrir þrifum, aðrir en peningaskortur? Hæstv. menntmrh. talar hér eins og véfrétt. Ég veit ekki hvað hann er að meina. Ég hef hins vegar reynt það sjálf í þau ár sem ég hef verið grunnskólakennari að það hefur verið mikill skortur á námsefni og þær skýringar sem okkur kennurum hafa verið gefnar eru þær að það hafi ekki verið peningar til útgáfu nægilegs námsefnis. En kannski eru þetta bara allt saman rangar upplýsingar sem hafa verið gefnar og e.t.v. eru þessar 5 milljónir sem hér er gert ráð fyrir í þetta óþarfar ef að allt þetta efni hefur kannski þegar verið skrifað og liggur bara fyrir og einhverjar óljósar deilur valda því að það hefur ekki verið gefið út.