Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 14:04:24 (146)

1997-10-08 14:04:24# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[14:04]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. er alltaf mjög viðkvæmur þegar kemur að þessum tölum um afgang eða halla vegna þess að það er svo oft sem við stöndum frammi fyrir því að þetta hefur ekki staðist. Hvað segja okkur þessi fjáraukalög sem við eigum að fara að ræða hér? Hvað segja þau okkur? Þar er talað um verulega útgjaldaaukningu umfram það sem við gerðum ráð fyrir á fjárlögum og tekjuaukningu líka sem er verulega minni þannig að ráðherrann verður bara að beygja sig fyrir staðreyndum í þessum efnum og una því þó að stjórnarandstaðan hafi ekki trú á þeim afgangi sem hann er að sýna í sínu fjárlagafrv. (Gripið fram í: ... Fáum við ekkert svar við því?)