Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 19:37:08 (209)

1997-10-08 19:37:08# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[19:37]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki neina vonda samvisku út af málefnum fatlaðra. Það er 7% raunaukning í málaflokkinn í þessum fjárlögum og það tel ég vera bara nokkuð gott og ég hef ekki neina samvisku út af því efni.

Varðandi málefni barna og hækkun sjálfræðisaldurs þá vil ég fá niðurstöðu úr þessari nefnd, hverju við þurfum að breyta, hverju við þurfum að bæta við áður en farið er að gera fjárlagatillögur um einhverjar stórar upphæðir. Það er ákveðið að við tökum á leigu húsnæði sem hentar til að taka mjög erfiða unglinga og um það liggur samningur á borðinu.

Varðandi Byggingarsjóð verkamanna og þann vanda sem hann er kominn í, þá er það vandi sem við erum að vinna að því að leysa og ég tel að við munum lifa við það þó að það verði ekki byggðar nema þessar 170 félagslegu íbúðir á næsta ári.