Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:43:32 (220)

1997-10-08 20:43:32# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:43]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skulum aðeins rifja upp hvernig þetta er í dag. Það má segja að öldrunarþjónustan sé einkavædd að stórum hluta til. Tökum Hrafnistu í Hafnarfirði og Hrafnistu í Reykjavík til að mynda. Er það slæmt? Það tel ég ekki vera. Það eru ýmsar einkareknar læknastofur á Reykjavíkursvæðinu. Er það eitthvað slæmt? Ég hef ekki orðið vör að það sé neitt slæmt, ég endurtek það, svo framarlega sem allir hafi jafnan aðgang og almannatryggingarnar sjái um sitt fólk. Varðandi markaðsvæðinguna finnst mér t.d. ekkert slæmt að hugsa til þess að rannsóknaþátturinn sé á vegum einkaaðila svo framarlega sem þeir sinna því jafn vel eða betur en ríkið. Það er ekkert trúaratriði fyrir mig að ríkið reki endilega allt. Það sem við erum að gera varðandi þjónustusamninga við einstakar sjúkrastofnanir, (Forseti hringir.) það má kannski kalla það einkavæðingu en það er líka verið að auka ábyrgð þeirra sem sjá um reksturinn. Aðalatriðið er að almannatryggingarnar sjái um sitt fólk.