Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:48:00 (223)

1997-10-08 20:48:00# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:48]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. minntist í ræðu sinni á valfrjálst stýrikerfi. Það er hárrétt að það er fyrsti punkturinn í 21 lið um stefnumörkun í heilsugæslunni. En það væri hollt að lesa allan liðinn vegna þess að valfrjálst stýrikerfi er bundið því að læknasamtökin séu tilbúin að vinna með heilbrrn. að málinu. Nú skal ég segja hv. þm. hvers vegna við erum ekki komin lengra. Það er vegna þess að heimilislæknar felldu það í eigin félagi, hjá læknasamtökunum, að ganga í þetta verk. Það stendur ekki á heilbrrn., það stendur á fulltrúa læknafélagsins. Ég tel að þessar tillögur um valfrjálst stýrikerfi séu mjög skynsamlegar. (Gripið fram í: Eru þetta bara tillögur? Var ekki tekin ákvörðun?) Jú, það var tekin ákvörðun um að vinna að valfrjálsu stýrikerfi með læknasamtökunum. Stundum hefur verið talað um að við í heilbrrn. vinnum ekki nóg með heilbrigðisstéttunum. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Er tíma mínum lokið og ég er ekki hálfnuð að svara hv. þm.? En aðalatriðið er þetta að við förum ekki í slag bæði við heimilislækna og sérfræðinga í senn. (Forseti hringir.) Slær nú forseti fast í bjöllu sína.

(Forseti (GÁ): Tíminn er mjög takmarkaður í umræðunni. Ég verð bæði að biðja hæstv. ráðherra og hv. þm. að fara að þingsköpum.)