Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:58:56 (232)

1997-10-08 20:58:56# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:58]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki er hægt að una því að hæstv. ráðherra skjóti sér ítrekað undan því að svara málefnalegum spurningum sem eru lagðar fyrir hana. Ég veit ekki hvort hún skilur ekki það sem menn segja. Ég er ekki að tala um rekstur sjúkrahússins á þessu ári. Ég er að tala um fjárlög fyrir næsta ár. Ég er að tala um þær áætlanir sem koma fram í frv. fyrir næsta ár. Ég hef fært rök fyrir því byggð á þeim upplýsingum sem koma í fjárlagafrv., byggð á öðrum upplýsingum sem koma frá heilbrigðisgeiranum þar sem sýnt er fram á það svart á hvítu að það skortir stórar upphæðir. Ég spyr hæstv. ráðherra: Telur hún að ekkert vanti inn í rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur miðað við þau fjárlög sem hún hefur lagt fyrir?

Hæstv. forseti. Ef svar hennar er já að það vanti ekkert, þá fullyrði ég að heilbrrh. hefur ekki tök á málaflokki sínum, hann veit ekki um grundvallaratriði sem skipta máli í honum.