Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 21:22:13 (238)

1997-10-08 21:22:13# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[21:22]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við þetta að bæta. Ég lýsti skoðunum mínum og lýsti þeim lagaákvæðum sem við vorum að samþykkja. Ég vil beita mér fyrir því að við framkvæmum fjárlagagerð og fjárlagatillögur í anda þessara laga. Við munum fara yfir þessi mál í vinnu fjárln. Það er nauðsynlegt að um þetta ríki góður skilningur hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ég vil beita mér fyrir því að svo megi verða.

Ég vil leiðrétta það sem ég sagði áðan. Ég mistalaði mig um fundartímann með formanni fastanefnda. Hann verður á föstudaginn en ekki í fyrramálið. Ég ruglaðist á dögum. En ég endurtek að þá er ætlunin að ræða um breytt fyrirkomulag í skiptingu safnliða í frv. við formenn nefnda að tilhlutan forsætisnefndar og þær breytingar sem þessi nýja uppsetning frv. hefur í för með sér.