Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 11:51:15 (284)

1997-10-09 11:51:15# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[11:51]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Á umræddum fundi í gærkvöldi kom fram það sjónarmið að skattur á kvóta þýddi í reynd viðurkenningu á kvótaeigninni. Rökin eru eftirfarandi: Tekjuskatt greiðir sá sem hefur tekjurnar. Virðisaukaskatt greiðir sá sem fær virðisaukann. Eignarskatt greiðir sá sem á eignina og auðlindaskatt greiðir sá sem á auðlindina. Ég spyr því hv. þm.: Fellst hann á þessi rök? Fellst hann á það að skattur á kvóta þýði í reynd viðurkenningu á kvótaeigninni?