Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 14:00:57 (306)

1997-10-09 14:00:57# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:00]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Vandræði okkar eru þau að það eru uppi efasemdir og vissa, fullkomin vissa um að það stjórnkerfi sem er við lýði gagnvart bolfiskveiðunum er rangt, er slæmt og skaðar efnahagslífið. Það er því fullkomin vitleysa að menn séu eitthvað bættir með því að bæta við skatti á rangt kerfi, bæta skatti ofan á. Það er að fara úr öskunni í eldinn. Það er þess vegna sem ég skil ekki þegar hv. þm. kemur hér og lýkur ræðu sinni með því að biðja guð að hjálpa þeim sem eru á móti veiðileyfagjaldi. Ég fæ engan botn í það. Þess vegna kom ég með þessa fyrirspurn.