Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 15:30:54 (341)

1997-10-09 15:30:54# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[15:30]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Kristján Pálsson staðfesti í andsvari sínu að ég fór rétt með í þessum efnum. Hann viðurkenndi að hann hefði farið rangt með. Hann viðurkenndi að í íslenskum lögum stæði að bannað væri að veðsetja aflahlutdeild. Fleiri orð þarf ekki að hafa um málið. Það er þannig. Síðasta vor var gerð sú breyting að taka fyrir möguleika manna til að veðsetja aflahlutdeild.

Hins vegar er ljóst að hv. þm. Kristján Pálsson var á móti því að þrengja stöðu útgerðarmanna svo að þeir gætu ekki veðsett aflahlutdeild. Hann vildi leyfa þeim að hafa það svigrúm að veðsetja að vild aflahlutdeild í sjávarútvegi en hann varð undir í því máli og hann verður að una því og fara með rétt mál. Bannað er að veðsetja aflahlutdeild í dag, bæði með skipi eða án skips, það er einfaldlega bannað.