Lögheimilisbreytingar sjómanna

Mánudaginn 13. október 1997, kl. 15:15:20 (376)

1997-10-13 15:15:20# 122. lþ. 7.1 fundur 43#B lögheimilisbreytingar sjómanna# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[15:15]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Á síðasta þingi samþykktum við lög um vinnumarkaðsaðgerðir og breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og landið var gert að einu vinnusvæði þannig að viðhorfið er nokkuð breytt frá því sem verið hefur. Mér finnst þetta vera ósanngjörn krafa sem komið hefur fram frá sumum sveitarfélögum, að krefjast þess að sjómenn flytji heimilisfang sitt. Það er út af fyrir sig kannski skiljanlegt frá sjónarmiði sveitarstjórnarmanna en það er ekki fjölskylduvænleg stefna. Ég tel eðlilegt að í vissum tilfellum geti hjón átt lögheimili sitt á hvorum stað. Og ég er tilbúinn að reyna að stuðla að því.