Reykjavíkurflugvöllur

Mánudaginn 13. október 1997, kl. 15:28:24 (388)

1997-10-13 15:28:24# 122. lþ. 7.1 fundur 45#B Reykjavíkurflugvöllur# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[15:28]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég taldi að hv. þm. væri það ljóst að það eru alls ekki forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða Reykjavíkurflugvöll út á þessu ári. (ÖS: Kjördæmapot.) Ég hef á hinn bógin stefnt að því að hægt verði að bjóða Reykjavíkurflugvöll út á næsta ári og framkvæmdir geti orðið á árinu 1999--2000. Ég hygg að það sé mjög skynsamleg áætlun. Hún styðst m.a. við það að talið hefur verið að mikil þensla sé hér í verklegum framkvæmdum. Þetta er eðlileg verktilhögun. Það þarf að vanda vel undirbúning útboðs og nauðsynlegt að bjóða verkið út innan Evrópusambandsins. Og ég hygg að það sé eðlilegur verkhraði sem ég er hér að tala um, þ.e. að verkið verði unnið á árunum 1999 og 2000.