Fjarkennsla

Mánudaginn 13. október 1997, kl. 16:43:42 (408)

1997-10-13 16:43:42# 122. lþ. 7.4 fundur 9. mál: #A fjarkennsla# þál., Flm. SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[16:43]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins vegna ágætrar ræðu hv. þm. sem talaði á undan mér koma því á framfæri að upphaf þessarar tillögu er að finna í samtölum flutningsmanna við skólamenn og við sveitarstjórnarmenn sem einmitt ekki voru búnir að koma auga á ýmsar af þeim ágætu hugmyndum og tillögum sem hv. þm. gefur okkur sem sitjum í salnum kost á að hlýða á. Ég held nefnilega að það sé þannig, herra forseti, að við þurfum vettvang þar sem allar þessar ágætu hugmyndir og reynsla geta komið saman til þess að menn almennt átti sig á hvernig þeir geta þróað málið áfram eða komið inn í það hafi þeir ekki komið að því fyrr.