Óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 13:36:31 (429)

1997-10-14 13:36:31# 122. lþ. 8.91 fundur 51#B óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun# (aths. um störf þingsins), GHall
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[13:36]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Þessi umræða kemur mér mjög á óvart. Hefur stjórnarþingmaður ekki sama rétt til þess að taka hér til máls og þingmenn stjórnarandstöðunnar? (ÖS: Síðan hvenær?) Ja, síðan hvenær ekki, hv. þm. Össur Skarphéðinsson? Ég veit ekki betur en að Reykjavíkurflugvöllur sé til og er og verður og umræðan um hann hlýtur að vera heimil hvaða þingmanni sem er og ég tala nú ekki um þegar það snýst um öryggismál Reykjavíkurflugvallar. Og það hvort ég hafi hafið umræður og þjófstartað gagnvart hv. þm. stjórnarandstöðunnar. Það kann vel að vera að þeim svíði það, það getur vel verið. (Gripið fram í: Biddu afsökunar.) En málið er samt sem áður svo að Reykjavíkurflugvöllur er til umræðu hvort sem stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um einhverja ákveðna fjárveitingu til hans eða ekki. Í meginmáli mínu ræddi ég um öryggisþátt Reykjavíkurflugvallar. Það var mál málanna og mér kemur mjög á óvart að stjórnarandstöðuþingmenn skuli gera þetta að máli hér. (Gripið fram í: Hvernig á að gera ...?)

(Forseti (ÓE): Ég bið þingmenn um að hefja ekki efnislegar umræður um Reykjavíkurflugvöll. Hann er ekki til umræðu hér.)