Óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 13:37:54 (430)

1997-10-14 13:37:54# 122. lþ. 8.91 fundur 51#B óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun# (aths. um störf þingsins), SvG
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[13:37]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Á þessu máli eru tvær hliðar. Annars vegar sú sem hv. málshefjandi nefndi, að upp komi nokkuð sérkennileg staða sem við erum sett í. Hins vegar er það sú hlið sem snýr að okkur þingmönnum, þ.e. að það hlýtur að vera okkur sérstakt fagnaðarefni að stjórnarþingmenn fari almennt að spyrja ráðherrana um trúnaðarmál úr stjórnarflokkunum. Við hljótum að þakka fyrir það alveg sérstaklega þegar stjórnarþingmenn fara að leka trúnaðarupplýsingum hér í þessum stól þannig að ég skora á forseta að stöðva það ekki heldur ýta frekar undir að það haldi áfram að stjórnarþingmenn hlaupi hér upp með trúnaðarmál svo sem mest þeir mega þó ég geti tekið undir það með málshefjanda að staðan er nokkuð sérkennileg.