Óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 13:41:44 (433)

1997-10-14 13:41:44# 122. lþ. 8.91 fundur 51#B óundirbúin fyrirspurn um flugmálaáætlun# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[13:41]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp öðru sinni vegna orða hins ágæta formanns þingflokks sjálfstæðismanna, Geirs H. Haardes, um þingmenn jafnaðarmanna. Að sjálfsögðu munu þingmenn jafnaðarmanna taka til máls um störf þingsins hvenær sem þurfa þykir eins og þeir munu að öðru leyti taka öflugan þátt í störfum þingsins. Ef það hefur gerst, virðulegi forseti, að þingmaður úr þingflokki jafnaðarmanna hefur komið upp um störf þingsins og það er mat forseta að hann sé í efnisumræðu en haldi sig ekki við það sem þingsköp segja til um, þá óska ég eftir því hverju sinni að forseti láti það í ljós og stöðvi þá efnisumræðu. Mér finnst frekar óviðfelldið að viku eftir að þingmenn í mínum þingflokki hafa kvatt sér hljóðs um störf þingsins þá sé það gert að umræðuefni með þeim hætti sem hér var gert og ofan í við þá sett.

(Forseti (ÓE): Þegar slíkt hefur gerst þá hefur forseti fundið að því og mun gera svo í framtíðinni ef tilefni gefst til.)