Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 17:12:06 (469)

1997-10-14 17:12:06# 122. lþ. 8.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[17:12]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég taldi mig svara hv. þm. fullkomlega málefnalega. (ÖJ: Nei, þetta voru útúrsnúningar.) Og ef ég má hafa orðið smástund --- ég heyri að hv. þm. er órólegur --- þá var ég að gera það að gefnu tilefni vegna þess að formaður flokks hans hafði gert hér málefnalegar athugasemdir sem ég var að taka undir og ég gaf málefnaleg svör að öllu öðru leyti en því að ég leyfði mér svona í gamni að benda á að hv. þm. væri í óháða hluta síns flokks. Það var auðvitað sagt í gamni. Ég sé ekki betur en hv. þm. sé ekkert óháður í sínum flokki. Hann er fullkomlega háður honum.