Stefnan í heilbrigðismálum

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 10:31:59 (531)

1997-10-16 10:31:59# 122. lþ. 11.93 fundur 55#B stefnan í heilbrigðismálum# (umræður utan dagskrár), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[10:31]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um stefnuna í heilbrigðismálum. Umræðan fer fram að ósk stjórnarandstöðunnar. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Frímannsdóttir og hæstv. heilbrrh. Ingibjörg Pálmadóttir verður til andsvara.

Samkomulag er milli þingflokkanna um fyrirkomulag umræðunnar sem verður þannig: Í fyrstu umferð hafa málshefjandi og talsmenn þingflokka átta mínútur en ráðherra tólf mínútur. Í annarri umferð hefur einn ræðumaður frá hverjum þingflokki fimm mínútur hver og við lok umræðunnar hafa málshefjandi og ráðherra fimm mínútur hvor. Andsvör verða leyfð á ræðumenn í fyrstu umferð aðra en málshefjanda og ráðherra og á ræðumenn í annarri umferð. Aðeins einn þingmaður fær að veita andsvar hverju sinni, einu sinni í eina mínútu, og ræðumaður svarar og hefur eina mínútu. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að umræðan standi í rösklega eina og hálfa klukkustund, þ.e. til kl. rúmlega tólf.