Stefnan í heilbrigðismálum

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 11:25:47 (541)

1997-10-16 11:25:47# 122. lþ. 11.93 fundur 55#B stefnan í heilbrigðismálum# (umræður utan dagskrár), heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[11:25]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vegna þess síðasta sem hv. þm. sagði að við værum hætt að lækna og líkna og værum sífellt að tala um peninga --- auðvitað er verið að lækna og líkna en við höfum snúið umræðunni við. Sífellt tölum við um niðurskurð þegar við erum í raun að bæta fjármunum við. Bara á þessu kjörtímabili hefur 4,6 milljörðum að raungildi verið bætt við útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála þannig að við erum sífellt að snúa þessari umræðu við. Hv. þm. sagði að það væri miklvægt að bæta þjónustu við börn --- það erum við að gera með stórhækkuðum umönnunarbótum til langsjúkra barna og með byggingu sjúkrahúss fyrir langveik börn. Hv. þm. spurði: Hvar er stefnan? Það er skýr stefna í sjúkrahúsmálum. Það er skýr stefna í heilsugæslumálum og það er skýr stefna í forvarnamálum. En auðvitað hljótum við alla tíð að þurfa að endurskoða alla þessa hluti sem eru í svo hraðri þróun eins og menn þekkja.