Stefnan í heilbrigðismálum

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 11:43:38 (548)

1997-10-16 11:43:38# 122. lþ. 11.93 fundur 55#B stefnan í heilbrigðismálum# (umræður utan dagskrár), JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[11:43]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta andsvar var alveg dæmigert fyrir þá sem eru að leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa þau miklu og erfiðu vandamál sem uppi eru. Þá þykir langvænlegast til árangurs að ráðast á þann ráðherra sem er í forsvari fyrir málaflokkinn. Ég hélt að reynsla hv. fyrrv. heilbrrh. væri sú að það væri ekki líklegast til árangurs að heilbrrh. sæti undir árásum í hv. Alþingi fyrir að framkvæma stefnuna í hinum erfiða málaflokki.

Ég man þá tíð og það má vel vera að við þingmenn höfum tekið þátt í því þegar hann var heilbrrh. að ráðast á hann fyrir ýmislegt. En það er ekki vænlegt til árangurs. Ég held að þetta sé dæmigerð ræða um hvernig ræður hv. stjórnarandstæðinga eiga ekki að vera. Þetta var ómálefnalegt.