Efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 17:11:46 (602)

1997-10-16 17:11:46# 122. lþ. 11.8 fundur 16. mál: #A efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni# þál., Flm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[17:11]

Flm. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Að allt hafi mistekist í byggðamálum er nú ekki alveg sanngjarnt að segja þó við viljum vissulega sjá margt á annan veg. Atvinnulífið er víða komið í lag þar einnig eftir mörg erfið ár og almennt er bætt efnahagsástand sem er mikill árangur í landstjórninni. Það eru hækkandi tekjur í landinu öllu, lækkandi skattar og vextir. Þetta kemur hvarvetna til góða. Að öðru leyti erum við hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson í meginaatriðum sammála um vanda landsbyggðar og hversu mikið þurfi til að koma til þess að rétta hennar hlut.