Efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 17:14:42 (604)

1997-10-16 17:14:42# 122. lþ. 11.8 fundur 16. mál: #A efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni# þál., Flm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[17:14]

Flm. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er vissulega ekki margt sem okkur ber í milli í málinu, okkur hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni. Honum rennur auðvitað blóðið til skyldunnar að skamma þessa ríkisstjórn. Það er honum fullkomlega heimilt og eðlilegt að hann geri það. Ég vil hins vegar benda á að hinn almenni grunnur hefur verið lagður og stjórninni hefur tekist efnahagsstjórnin aðdáanlega vel upp á síðkastið. Nú er því komið að hinum aðgerðunum sem eru í tillögunni sem við flytjum hér og ég vænti að fái framgang.

Ég vil líka segja að ef þessi tillaga og ef málefni landsbyggðar verða fyrir borð borin það sem eftir er af þessu kjörtímabili, þá verð ég heldur ekkert billegur, ekki frekar en hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson.