Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 16:25:41 (650)

1997-10-20 16:25:41# 122. lþ. 12.6 fundur 146. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (útboð veiðiheimilda) frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[16:25]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Meginspurning mín og meginerindi í ræðustól áðan var að fá fram nú þegar í umræðunni hvort búið væri að gera samkomulag við hagsmunaaðila úti í bæ þannig að alveg ljóst sé á hvaða nótum við erum að tala um málið. Framkvæmdastjóri LÍÚ hefur upplýst í fjölmiðlum að slíkt samkomulag hafi verið gert þegar lögin voru sett. Ég vil fá að vita hvort búið er að gera nýtt viðbótarsamkomulag um framhald málsins. Það er marklaust að ræða þetta --- það er að minnsta kosti sanngjarnt að við fáum að vita undir hvaða fororði er verið að ræða málin og hvaðan ráðherrann hefur línuna.

Síðan væri fróðlegt að vita vegna þess að ráðherrann hefur ítrekað tekið fram að kjarasamningar sjómanna eru lausir, hvort Sjálfstfl. samþykkti að þingmaður úr Sjálfstfl. flytti tillögu um það að sjómannaafslátturinn væri sleginn af? Var það gert sérstaklega af hálfu flokksins til þess að liðka fyrir í kjarasamningum?