Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 17:47:13 (668)

1997-10-20 17:47:13# 122. lþ. 12.6 fundur 146. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (útboð veiðiheimilda) frv., Flm. SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[17:47]

Flm. (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að svara þessum orðum hæstv. sjútvrh. með orðum hins samningsaðilans, formanns Landssambands ísl. útvegsmanna. Hann segir orðrétt í Morgunblaðinu þann 15. október sl., með leyfi forseta:

,,Ég vísa þessum hugmyndum báðum`` þ.e. um framkvæmd veiðileyfagjalds á norsk/íslensku síldinni, ,,til föðurhúsanna og tel með ólíkindum að þær skuli koma frá þeim aðilum sem jafnglögglega eiga að þekkja til og þeir.`` --- Þarna er hann að tala um hæstv. sjútvrh. og hæstv. utanrrh. --- ,,Þeir virðast hafa gleymt um hvað stjórnarflokkarnir sömdu við hagsmunaaðila í fyrra um hvernig þessu skuli ráðstafað miðað við þau lög sem sett voru í fyrra. Þetta eru lög nr. 151 frá 27. desember 1996. Það er ekki nema rúmt hálft ár liðið og það hefur ekkert komið upp síðan sem breytir því sem ákveðið var þá, ...``