Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Mánudaginn 20. október 1997, kl. 17:48:35 (669)

1997-10-20 17:48:35# 122. lþ. 12.6 fundur 146. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (útboð veiðiheimilda) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[17:48]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. endurtekur aftur og aftur fullyrðingar sínar um þessi efni. Það er algengt, og það ætti hv. þm. að vita eftir að hafa tekið þátt í starfi í fjöldamörgum nefndum, að þar leitast þeir sem eru að undirbúa þingmál við að ná samstöðu og gera samkomulag um það hvernig mál eigi að koma fram. Og þó einhver nefndarmaður vitni til þess hvernig reynt var innan þess hóps að ná samstöðu um í hvaða búningi endanlegar tillögur færu fyrir ríkisstjórn og síðan fyrir Alþingi, þá stendur það nákvæmlega hér hvernig málið var lagt fyrir af ríkisstjórninni inn í þingið. Það var lagt fyrir eins og formaður úthafsveiðinefndarinnar sendi það til sjútvrh. á sínum tíma. Og að vera að gera umræður í hópi tortryggilegar sem eitthvert leynisamkomulag milli ráðherra og LÍÚ, er auðvitað útúrsnúningur og blekkingar og lýsir best þeim lélega málstað sem hv. þm. er hér að verja.