Háskólar

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 15:44:13 (701)

1997-10-21 15:44:13# 122. lþ. 13.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[15:44]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú alger misskilningur hjá hv. þm. að fullbúið frv. þurfi að liggja fyrir til þess að menn geti afgreitt þetta mál. Aðalatriðið er að innan Háskóla Íslands komi menn sér saman um það hvora leiðina þeir vilja fara, hvort þeir vilja fara þá leið að hafa þetta stærra ráð innan skólans, sem kjósi háskólaráð, eða hvort þeir vilja fara þá leið að skipta skólanum upp. Ég held að mjög brýnt sé að ákvörðun um það liggi fyrir núna alveg á næstu vikum. Það er aðalatriðið í þessu máli því að um það hefur gagnrýni háskólans varðandi IV. kafla frv. snúist, að háskólinn hefur talið að IV. kaflinn setti honum óeðlilegar skorður í því efni, sem ég tel raunar rangt mat.