Háskólar

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 15:45:52 (703)

1997-10-21 15:45:52# 122. lþ. 13.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[15:45]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það hefur enginn skólanna haft þessa skoðun sem hv. þm. hefur. Það hefur enginn skólanna óskað eftir því að rammalöggjöfinni yrði ýtt til hliðar á meðan sérlögin væru samin, hvorki Háskóli Íslands né aðrar stofnanir. Háskóli Íslands bað um lengri tíma í vor. Sá frestur var veittur. Hann hefur aldrei farið þess á leit að Alþingi léti hjá líða að afgreiða þetta frv. enda er mjög brýnt fyrir alla skólana, ekki síður Háskóla Íslands en aðra, að frv. nái fram að ganga. Þessi afstaða hv. þm. hlýtur að koma öllum þeim sem bera hagsmuni háskólastigsins fyrir brjósti í opna skjöldu. Það er eitthvað annað sem vakir fyrir hv. þm.