Réttur tannsmiða og sjóntækjafræðinga

Miðvikudaginn 22. október 1997, kl. 14:45:27 (766)

1997-10-22 14:45:27# 122. lþ. 14.5 fundur 105. mál: #A réttur tannsmiða og sjóntækjafræðinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[14:45]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Varðandi þá 22 sérfræðinga sem hafa lokið námskeiði þá sagði ég áðan að okkur væri ekki nákvæmlega kunnugt um hvað í þessu námskeiði fælist. Á samnorrænum vettvangi munum við kynna okkur hvernig leyfi önnur heilbrigðisyfirvöld hafa veitt varðandi þessi ákveðnu námskeið.

Varðandi heildarlöggjöf um heilbrigðisstéttir þá trúi ég því að hv. þm. sé mér sammála um að mikilvægt sé að taka heildstætt á þessum málum svo oft sem hún hefur talað um að það vanti heildarsýn á málum. Og það erum við að gera með þessu frv. sem lagt verður fram á þessu þingi.