Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 23. október 1997, kl. 16:59:27 (815)

1997-10-23 16:59:27# 122. lþ. 16.11 fundur 36. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sjómannaafsláttur) frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur

[16:59]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur ekki gert að umtalsefni þá sérstöðu sem Íslendingar hafa á þessu sviði. Við erum eina þjóðin í Evrópu sem lifir á fiski að því marki sem fiskur hefur þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Þjóðin á þess vegna allt sitt undir því að menn sæki í þessa auðlind sem ég tók fram sérstaklega áðan að er eitt hættulegasta hafsvæðið. Ég held að í hugum okkar þingmanna, sem stöndum vörð um sjómannaafsláttinn, vegi þetta þungt. Ég þykist vita að í augum þeirra allra vegur þetta mjög þungt og það er ekkert óeðlilegt að þjóð sem á eins mikið undir því að miðin séu sótt af eins mikilli hörku eins og við sækjum þau veiti þeim sem stunda þessa atvinnu sérstaka ívilnun í sköttum. Ég mun því taka þátt í því með mjög mikilli ánægju að fella frv. þingmannsins.