Upplýsingasamfélagið og gjaldskrá Pósts og síma

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:41:55 (843)

1997-11-03 15:41:55# 122. lþ. 17.1 fundur 62#B upplýsingasamfélagið og gjaldskrá Pósts og síma# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er greinilegt á málflutningi hæstv. ráðherra að hann er sammála mér í því að það sé ekki með auknum álögum sem við náum að komast að þeirri framtíðarsýn sem ríkisstjórnin hefur sett sér um upplýsingasamfélagið. Það er alveg greinilegt. Hvað hyggst hæstv. ráðherra gera til að beita sér fyrir því að þær álögur verði teknar af? Mun hann beita sér í því? Mun hann legga lóð á vogarskálarnar eins og hæstv. forsrh. gerði? Honum tókst að lækka álögurnar um helming. Hvað getur hæstv. viðskrh. gert í málinu? Það er vissulega tímabært að hæstv. ráðherra láti athuga hverjar álögurnar eru á notendur núna eftir þá gjaldskrárbreytingu sem tók gildi 1. nóvember og ætti auðvitað að vera skylda hæstv. viðskrh. að gera slíkt og vita hvaða skattlagningu ríkisstjórnin er að beita sér fyrir í þessum málaflokki. Ég kalla eftir því hvað hann hyggist gera í málinu. Á að láta þá skattlagningu endalaust falla á þessa hópa?