Flutningur Stýrimanna- og Vélskólans úr Sjómannaskólahúsinu

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:49:59 (848)

1997-11-03 15:49:59# 122. lþ. 17.1 fundur 63#B flutningur Stýrimanna- og Vélskólans úr Sjómannaskólahúsinu# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:49]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég kannast við að hafa setið þennan fund með hæstv. ráðherra með forustumönnum skólanna, skólastjóra ásamt skólanefndum og nemendafélögum. Mér hefur samt fundist, herra forseti, að miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið frá hæstv. ráðherra og ráðuneyti sé búið að ganga það langt að erfitt verði fyrir menn að snúa við. Ég fagna því að sjálfsögðu ef það á í einlægni að skoða það fram að áramótum að stofnunin verði á þeim stað þar sem hún hefur fengið aðsetur samkvæmt ákvörðunum ríkisstjórnar á sínum tíma, samkvæmt ákvörðunum þjóðarinnar á sínum tíma og enginn láti sér detta í hug að hrekja sjómenn úr því húsi sem er þeirra eign og flytja þá upp í sveit sem er ekki í neinum tengslum við sjómannanámið eða sjómannamenntun. (Forseti hringir.) Þess skora ég á hæstv. menntmrh. um að lýsa því yfir að öll rök verði nýtt til þess að tryggja menntunina á þeim stað þar sem hún er í dag.